Besti árangur í sögu Ægis

Ægismenn hafa lokið keppni á Íslandsmótinu í 2. deild karla í knattspyrnu og endaði liðið í 3. sæti, sem er besti árangur í sögu Ægis.

Liðinu gekk heilt yfir virkilega vel í sumar og voru á löngum köflum við topp deildarinnar. Svo fór þó að Njarðvík og Þróttur tryggðu sér sæti í 1. deildinni.

Ægismenn geta gengið stoltir frá borði eftir frábært gengi liðsins undanfarin ár.

Árið 2019 spilaði liðið í 4. og neðstu deild Íslandsmótsins. Þaðan lá leiðin í 3. deildina árið 2020, þar sem liðið spilaði einnig árið 2021 en þá tryggðu þeir sér sæti í 2. deild. Strax á fyrsta ári í þeirri sterku deild, endaði liðið í 3. sæti, sem verður að teljast mjög góður árangur.

Það verður gaman að fylgjast með gulu drengjunum næsta sumar.