Vilt þú taka við Hafnarfréttum?

Hafnarfréttir.is fór fyrst í loftið 29. maí 2013 og er bæjarfréttamiðillinn því á sínu tíunda starfsári. Á þeim tíma hafa verið skrifaðar 3.328 greinar á vefinn, að meðaltali um 1 grein á dag, sem allar fjalla um fólk og málefni í sveitarfélaginu Ölfusi.

Nú er svo komið að við sem höfum haldið úti vefnum sjáum ekki fram á að geta sinnt því almennilega sökum annarra verkefna. Okkur finnst samt mikilvægt að Hafnarfréttir lifi áfram og því óskum við eftir áhugasömum einstakling/einstaklingum til að taka við Hafnarfrétta-keflinu. Til að sinna vefnum sem best er mikilvægt að hafa í það tíma en skortur á tíma er einmitt ástæða þess að við viljum stíga til hliðar núna.

Við ætlum ekki að selja vefinn, heldur viljum við frekar koma honum í góðar hendur þar sem hann fær að vaxa og dafna.

Við hvetjum áhugasama til að senda okkur línu á frettir@hafnarfrettir.is eða skilaboð á Facebook síðu Hafnarfrétta. Flott væri ef með fylgdi hugmyndir viðkomandi um áframhaldandi líf Hafnarfrétta.

Kveðja:
Valur og Davíð