Magnþóra tekur við Hafnarfréttum

Magnþóra Kristjánsdóttir mun á næstu dögum taka við sem ritstjóri og eigandi Hafnarfrétta.

Magnþóru þekkja flest allir Ölfusingar en hún hefur verið áberandi í menningarlífi sveitarfélagsins, til að mynda í Leikfélagi Ölfuss og þá hefur hún stýrt útvarpsstöðinni á bæjarhátíð sveitarfélagsins undanfarin ár. Um þessar mundir er Magnþóra í MA námi í hagnýtri menningarmiðlun.

Magnþóra býr í Þorlákshöfn ásamt eiginmanni sínum Birni Þór Gunnarssyni og eiga þau fjögur börn.

Við erum fullvissir um að Hafnarfréttir verða í góðum höndum Magnþóru og vonum að vefurinn eigi eftir að vaxa og dafna.

Við þökkum fyrir samfylgdina í þessi næstum tíu ár sem Hafnarfréttir hafa verið í loftinu.

Valur og Davíð