Tímamót

Nú hef ég formlega tekið við sem ritstjóri Hafnarfrétta og langar til að þakka þeim Vali Rafni og Davíð Þór fyrir ómetanlegt framlag þeirra til samfélagsins síðastliðin tíu ár. Það er okkur öllum mikilvægt að hafa hér miðil á borð við Hafnarfréttir. Hér gefst öllum kostur á að koma ýmiss konar efni á framfæri, segja frá því sem hæst ber í menningu, íþróttalífi og stjórnmálum svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla nú ekki að gera neina hallarbyltingu á vefnum en vona að ég komi til með að halda áfram því góða starfi sem þeir félagar hafa sinnt hingað til. Um leið vil ég hvetja ykkur öll til að vera dugleg að senda mér efni á frettir@hafnarfrettir.is. Hlakka til framhaldsins. Takk strákar.

Kveðja, Magnþóra Kristjánsdóttir