Dregið í VÍS bikarnum

Dregið hefur verið í fyrstu umferðir 32 og 16 liða úrslita í VÍS bikarnum í körfubolta. Karlalið Þórs hefur baráttuna á útivelli gegn Hetti á Egilsstöðum og fara leikirnir fram 16.-17. október. Liðið mætir svo annað hvort ÍA eða Selfossi í 16 liða úrslitum 30.-31. október.

Einnig var dregið í 16 liða úrslit kvenna í VÍS bikarnum og mun Hamar/Þór Þ mæta Haukum á útivelli 29. eða 30. október.