Þór úr leik í Evrópubikar FIBA

Þórsarar eru úr leik í undankeppni Evrópubikars FIBA eftir tap gegn Petrolina AEK frá Kýpur í dag 77-68. Leikurinn var frekar jafn og leiddi lið Petrolina mest allan leikinn með tveimur eða þremur stigum.

Fotios Lampropoulos var stigahæstur Þórsara með 18 stig og 7 fráköst en næstur var Alonzo Walker með 16 stig og 8 fráköst.

Petrolina AEK heldur því áfram keppni og mætir Antwerp Giants frá Belgíu á morgun í undanúrslitum.