Þór Þorlákshöfn sigrar Keflavík í æsispennandi viðureign

Stjörnuparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir tóku þátt í spurningaþættinum Kviss á Stöð 2 í kvöld fyrir hönd Þórs og kepptu þar á móti Keflavík. Viðureignin var æsispennandi og sigraði lið Þórs að lokum með einu stigi. Með sigrinum tryggðu þau Þór sæti í 8 liða úrslitum. Hafnarfréttir óska þeim innilega til hamingju með sigurinn og það verður spennandi að fylgjast með þeim áfram.