Stjörnuparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir tóku þátt í spurningaþættinum Kviss á Stöð 2 í kvöld fyrir hönd Þórs og kepptu þar á móti Keflavík. Viðureignin var æsispennandi og sigraði lið Þórs að lokum með einu stigi. Með sigrinum tryggðu þau Þór sæti í 8 liða úrslitum. Hafnarfréttir óska þeim innilega til hamingju með sigurinn og það verður spennandi að fylgjast með þeim áfram.
Tengdar fréttir
Kiwanisklúbburinn Ölver býður nemendum 8. og 9. bekkjar í Landmannalaugar
Nemendur í 8. og 9. bekk fóru í ógleymanlega ferð í Landmannalaugar þann 3. september. Þetta var sjötta ferðin sem…
Ölfus, land tækifæranna
Mynd: Víðir Björnsson Atvinnulífið blómstrar í Ölfusi. Sveitarfélagið og innviðir þess standa sterkum fótum og tækifærin eru fjölmörg. Eitt þeirra…