Stjörnuparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir tóku þátt í spurningaþættinum Kviss á Stöð 2 í kvöld fyrir hönd Þórs og kepptu þar á móti Keflavík. Viðureignin var æsispennandi og sigraði lið Þórs að lokum með einu stigi. Með sigrinum tryggðu þau Þór sæti í 8 liða úrslitum. Hafnarfréttir óska þeim innilega til hamingju með sigurinn og það verður spennandi að fylgjast með þeim áfram.
Tengdar fréttir

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar 3.-4. júní
Björgunarsveitin Mannbjörg býður upp á glæsilega dagskrá um sjómannadagshelgina 3.-4. júní eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Ölfus gerist heilsueflandi samfélag
Í dag fór fram athöfn í Versölum þar sem skrifað var undir samning um að Sveitarfélagið Ölfus gerist heilsueflandi samfélag.…

Jarðhitavirkni undir Hringvegi
Vegfarendum ekki hætta búin Aukin jarðhitavirkni hefur mælst undir Hringvegi (1) í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Vegagerðin vinnur að…