Höttur sigrar eftir jafnan leik

körfubolti

Þórsarar eru enn án stiga eftir þrjá leiki í Subway deildinni eftir tap á heimavelli gegn Hetti í kvöld. Höttur byrjaði vel og staðan var 31:23 þeim í vil eftir fyrsta leikhluta en Þórsarar voru yfir í hálfleika 50:47. Eftir gríðarspennandi lokamínútur fór þó svo að Höttur sigraði með 91 stigi á móti 89 hjá Þór. Adam Rönnkqvist og Styrmir Snær Þrastarson voru stigahæstir Þórsara með 22 stig.

Þórsarar sitja nú á botni deildarinnar.