Heitavatnslaust í dag

Vegna tengingar miðbæjarsvæðis í Þorlákshöfn við stofnlögn verður heitavatnslaust í bænum í dag, fimmtudaginn 20.október.

Vatn verður tekið af öllum bænum nema hluta af Egilsbraut frá kl. 9-16.

Búast má við einhverri truflun á starfsemi stofnana bæjarins og verður það auglýst sérstaklega.  Vegfarendur um Selvogsbraut eru beðnir um að sýna aðgát vegna þrenginga sem gera þarf á götunni þennan dag vegna framkvæmdanna.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Veitna www.veitur.is

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu skapast.