Þór-KR í Subway deildinni í kvöld

Til að auka enn á spennustigið á Þollóween tekur Þór á móti KR í Icelandic Glacial höllinni í kvöld kl. 18:15. Þór og KR verma botnsætin í deildinni með engin stig eftir þrjá leiki. Það er góð hugmynd að skella sér á leik og svo beint í draugahúsið á eftir.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.