Vinningssögur í Skelfilegu hryllingssögukeppninni

Hér koma þær þrjár sögur sem rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir valdi úr fjölda innsendra sagna. Höfundar eru þau Þorgerður Kolbrá Hermundardóttir, Sóldís Sara Sindradóttir og Bjarni Mar Torfason.

Þakgráturinn eftir Þorgerði Kolbrá Hermundardóttur

Þakgráturinn – Þorgerður Kolbrá Hermundardóttir – 1. sæti

Ég vakna, sný mér við og lít á vekjaraklukkuna. 02:48. Ég sný mér á hina hliðina og reyni að sofna aftur. Ég er hálf sofandi þegar allt í einu heyri ég grát. Þetta er ekki ekkert venjulegur grátur heldur grátur sem lætur mann vilja setja ´í sig eyrnatappa. Hann er svo nístandi að mig langar að hugga manneskjuna.

Ég fer fram á gang til að gá hvort þetta séu mamma eða pabbi að gráta. Nei. Þau eru bæði steinsofandi. 

Ég finn hvernig óttinn leggst yfir mig. Ef mamma og pabbi eru ekki að gráta hver er það þá? Ég hlusta aðeins betur. Ég lít ósjálfrátt upp og það fyrsta sem ég sé er háaloftshlerinn. 

Ég veit að þetta kemur þaðan en ég ákveð að hunsa það. Þetta hlýtur bara að vera einhver maður úti. Ég ákvað að fara bara aftur að sofa. Áður en ég sofna segi ég sjálfum mér: ,,Hættu þessu Kamilla, þetta er ekkert. Þú ert bara að ímynda þér þetta.“ 

Ég vakna aftur. Ég bið til guðs að sólin sé komin upp. Ég lít upp á vekjaraklukkuna. 06:34. Jess! Ég fer fram og fæ mér morgunmat og geri mig klára fyrir skólann. Mamma og pabbi eru ennþá ekki vöknuð þegar ég legg af stað. Þó að skólinn byrji klukkan 08.30 legg ég af stað klukkan 07:42. Á leiðinni hugsa ég hvort að mér hefði bara dreymt grátinn. Ég fer í gegnum skóladaginn eins og venjulega. Þegar ég kem heim frá æfingu læt ég eins og ekkert sé að þó að ég forðist að líta upp á háaloftshlerann. Þegar ég fer að sofa reyni ég ekki að hugsa um grátinn. 

Ég vakna aftur, sný mér við og lít á vekjaraklukkuna. 03:24. Gráturinn er ákafari og verri en í gær. Ég klíp sjálfa mig og fatta að þetta er ekki draumur. Ég læðist fram á gang og lít upp á hlerann. Ég veit alveg hvað ég þarf að gera. Ég næ í stól, stíg upp á hann og opna hlerann. Ég tek niður stigann. Ég klifra upp. Gráturinn verður ákafari og sorglegri. Rykið og ýldufýlan fyllir nefið á mér. Kassar, stólar og gamalt jólaskraut liggja á víð og dreif um gólfið. Ég heyri grátinn og mig langar að taka utan um eyrun á mér. Ég sný mér við og horfi út í horn. Það sem ég sé lætur mig frjósa. Út í horni er maður. Hann liggur í hnipri úti í horninu. Mig langar að hlaupa, garga, öskra fara og líta aldrei aftur til baka. Hann er með ekkasoga. Hann snýr sér við og ég sé að hann brosir. Mig langar að líta í burtu. Hann horfir á mig með sálarlausu augunum sínum. Hann hættir að gráta en tárin streyma niður kinnarnar á honum. 

Hann segir við mig: ,,Loksins er einhver kominn til að taka við af mér.“

Ég horfi á hann og segi: ,,Taka við, hvað meinar þú?“ 

Hann segir: ,,Ég er búinn að vera hér uppi í svo mörg ár og nú ert þú komin.“ 

Ég horfi á hann á meðan hann stendur upp og labbar að mér. 

Ég segi: ,,Nei, nei, ekki!“ Og allt verður svart. 

Ég finn allt í einu harða gólfið og ýldufýluna. Ég heyri röddina mína en hún kemur ekki úr mér. Ég horfi niður um gat í gólfinu og sé sjálfa mig sitja og hlægja með fjölskyldunni minni. En þetta er ekki ég, heldur einhver sem líkist mér. Ég finn tárin renna niður kinnarnar á mér. Ég næ ekki að hreyfa mig eða standa upp. Ég fatta að ég þarf að bíða eftir næsta viðtakanda. 

Dularfulla veran eftir Sóldísi Söru Sindradóttur

Dularfulla Veran  – Sóldís Sara Sindradóttir – 2. sæti

Hvar er hann? Hvað gerðist? Hvernig komst hann hingað? Andri var pikkfastur, það hélt eitthvað í fæturnar og hendurnar hans. Hann reyndi að komast burt en hann færðist ekki. Hvað var þetta!? Það hreyfðist eitthvað í runnanum. „F**K!“ Það eitthvað stökk á hann…  

Andri vaknaði spenntur. Hann var að fara á Reyki með bekknum sínum. Þau voru búin að plana að segja hrollvekjandi sögur og að fara í andarglas. Þau voru nefnilega að fara í kringum Hrekkjavökuna. Hann kláraði að pakka, fékk sér morgunmat og svo skutlaði mamma honum upp í skóla. Þar hitti hann Jakob og Klöru. Jakob og Klara voru tvíburar og líka bestu vinir Andra. Klara hljóp af stað til þess að ná þrem sætum hlið við hlið aftast í rútunni á meðan Andri og Jakob tóku töskurnar sínar og Klöru. Jakob kom með hátalara og var að blasta lögum alla leið. Þegar þau komu á staðinn sagði Jóhann kennari öllum að hópast saman fyrir utan rútuna. „Jæja núna ætla ég að lesa upp þá sem eru saman í herbergi.“ Herbergi eitt: Lena, Ásdís, Matthildur, Kristjana og Klara. Herbergi tvö: Andri, Hannes, Guðjón og Jakob. Krakkarnir fóru og náðu í töskurnar sínar og fóru upp í herbergin sín á meðan Jóhann kláraði að lesa upp herbergin. Næsta dag í morgunmat var starfsfólkið að kynna dagskrána og krakkarnir voru ekkert svakalega spenntir fyrir henni. Fyrst var sund og svo smiðjur, þau ætluðu að klára að kynna dagskrána eftir hádegismat. Þau voru að spá í að skrópa í leiðinlegustu smiðjurnar. Jakob stakk upp á því að þau myndu hittast hjá ströndinni og leika sér smá og halda svo áfram með dagskrána á eftir. Á leiðinni upp í sundhús leið Klöru eins og það væri einhver að elta hana en hún hugsaði ekkert útí það. Þau fóru í einhverja leiki og svo smá frjálst í lokin í sundi. Klöru leið aftur eins og það væri einhver að elta hana á leiðinni í smiðjur. Það voru herbergi saman í smiðjum, Klara byrjaði í listasmiðjunni á meðan strákarnir byrjuðu í saumasmiðjunni. Klöru fannst alveg ágætt í hennar smiðju, hún gerði verkefni um áhugamálin sín. Strákunum hins vegar fannst ekkert svakalega gaman, þeir saumuðu lítinn körfubolta. Þegar þau voru að skipta um stöðvar hittust þau á leiðinni og voru sammála að þau nenntu ekki í næstu smiðjur. Þau löbbuðu niður á ströndina. Klara sagði þeim frá því hvernig henni leið eins og einhver væri að horfa á hana eða elta hana. Strákarnir voru sammála henni. „Það er eitthvað að elta okkur,“ sagði Andri. Þau settust á einhverja steina sem að þau fundu. „Hvað viljið þið gera?“ Spurði Jakob. Klara var ekki með neinar hugmyndir. „Viljið þið fleyta kerlingar?“ spurði Andri. „Já já.“ Þau byrjuðu að leita að flötum steinum til þess að ná sem flestum skoppum. „Ég er orðin smá þreyttur á þessu getum við farið aftur til baka?“ spurði Jakob. „Já, þau hljóta að fara að klára bráðum“ sagði Klara. Þau byrjuðu að labba til baka en komust fljótt að því að þau vissu ekkert hvar þau væru. „Æi nei, hvað eigum við að gera núna?“ „Við gætum stytt okkur leið í gegnum skóginn,“ stakk Andri upp á. „Allt í lagi.“ Þau byrjuðu að labba upp og inní skóginn. Þeim fannst þau búin að vera svolítið lengi að labba. „Eigum við kannski að prófa aðra átt?“ „Ég held að við séum komin eitthvert útí rassgat“ sagði Jakob. „Nei við þurfum að vera bjartsýn“ sagði Klara. „Já ég er sammála Klöru“ sagði Andri. Þau prófuðu margar aðrar áttir en það var ekkert annað en tré alls staðar. Það var þá sem að þau föttuðu að þau væru týnt inní miðjum skóg með engan síma og ekkert nema hvort annað. Það heyrðist eitthvað í runnanum við hliðin á þeim. „Shit mér brá“ sagði Andri. „Kíkt þú“ sagði Klara og ýtti Jakob nær hljóðinu. „Allt í lagi“ svaraði Jakob og labbaði nær runnanum ofur hægt. Það var dauðaþögn hjá krökkunum. AAHHH! Það stökk kanína á Jakob og hann datt kylliflatur á jörðina á meðan kanínan hoppaði alsæl í burtu. Andri og Klara fóru að hlæja að þessu. Jakob stóð upp byrjaði að labba í burtu. „Hvert ert þú að fara?“ „Ég ætla að reyna finna einhvern stað til þess að setjast niður og hvíla mig áður en það kemur myrkur.“ „Það er góð hugmynd.“ Krakkarnir fóru og leituðu að stað. Eftir nokkur rifrildi um hvort að staðirnir sem að þau fundu voru nógu góðir fundu þau loksins stað sem að allir voru sáttir með. Þau löguðu aðeins til og settust svo niður á einhverja trébúta sem að lágu á jörðinni. „Og hvað nú?“ spurði Andri. „Ég veit ekki“ svaraði Jakob. “ Við ættum kannski að gera okkur ready til þess að fara að sofa, ég meina við finnum alveg örugglega ekki leiðina aftur til baka í dag“ sagði Klara. Strákarnir voru sammála því. Þau byrjuðu að finna til allskonar hluti sem að þau myndu alveg örugglega ekki nota en líta bara smá fyndnir út.  

„Hvar eru þau!“ Hálföskraði Jóhann kennari. Hann vissi ekkert hvað varð um krakkana og var alveg að fara að bráðna úr stressi og áhyggjum. Það hafði komið í ljós í hádeginu að það vantaði Andra, Jakob og Klöru og enginn hafði séð þau í nokkra klukkutíma. Jóhann kennari og annað starfsfólk safnaðist saman inní eldhúsi á lítinn fund. „Hvað eigum við eiginlega að gera!?“ „Hvað varð um þau?“ „Hvernig ætlum við að finna þau?“ Ussss! „Má ég fá orðið?“ Öll augu störðu beint á Jóhann. „Við verðum að gera einhverskonar leitarhóp“. Já heyrðist frá hópnum. „En viljið þið hafa hina krakkana með í því?“ Það rétti ein kona upp hönd sem hét Lára. „Já?“ „Við getum leyft þeim sem treysta sér að koma að koma og þeir sem treysta sér ekki þurfa ekki að koma.“ „Já það er bara fínasta hugmynd“ svaraði Jóhann. Jóhann fór fram á gang þar sem krakkarnir biðu óþolinmóðir eftir svörum. Þögn! Það varð alveg hljótt á sekúndunni. „Eru þeir sem treysta sér til þess að koma með okkur að leita að þeim vinsamlegast rétta upp hönd.“ Það rétti einhver slatti upp hönd. „Ok, allir sem réttu upp hönd til í að koma inní matsal.“ Krakkarnir sem réttu upp hendur fóru inní matsal. „Þið hin megið bíða inní herberginum ykkar og ekki vera að flakka mikið á milli.“ Restin fóru upp í herbergin. Jóhann útskýrði fyrir krökkunum sem ætluðu með hvað þau ætluðu að gera og þau komu upp með smá plan. Þau skiptu sér niður í nokkra litla hópa og það var allavega einn starfsmaður með í hverjum hóp. Þau fengu öll kort með upplýsingum um hvar þau ættu að leita og eina talstöð ef að það kæmi eitthvað upp á. Þá byrjaði leitin af krökkunum.  

„Ég er svooooo bored“ sagði Jakob. „Þú ert ekki einn með það,“ bætti Andri við. „Það er enn þá smá bjart úti, getum við ekki fundið eitthvað að gera?“ spurði Klara. „Jú, en hvað?“ spurði Andri. „Við gætum náð í langar spýtur og farið að skilmast,“ stakk Jakob upp á í gríni. „Já af hverju ekki, við þyrftum bara að passa að það sé ekkert of beitt sem gæti meitt okkur“ sagði Klara. „Klara þetta var djók“ sagði Jakob. „Já ég veit en það gæti alveg verið gaman, ég meina ert þú með einhverja aðra hugmynd?“ „Nei“ „‘Ég er alveg til í það“ sagði Andri. „Ok þá er það ákveðið við ætlum að skilmast.“ sagði Klara. „Ætlum við að splitta liðum eða fara öll saman?“ spurði Andri. „Förum öll saman því að ef að eitthvað gerist þá vitum við allavega af því“, sagði Klara. „Já það meikar sens,“ sagði Andri. „Vá hvað þú hljómar responsible Klara,“ sagði Jakob. „Takk fyrir, mér hefur alltaf dreymt um að vera mjög ábyrgð eða responsible ef að þú kannt ekki íslensku. “ svaraði Klara. „Haha þú ert svo fyndinn“ sagði Jakob kaldhæðnislega. „Þú veist alveg að ég kann íslensku, það er bara kúl að tala smá ensku með“ sagði Jakob mjög ánægður með sjálfan sig. Þau fóru að leita að spýtum. „Krakkar ég ætla að fara aðeins hér á milli trjánna að ná í eina spýtu sem ég sé“ sagði Andri. „Ok allt í lagi við löbbum hægt áfram og þú nærð okkur svo“ sagði Klara. „Ok.“ Jakob og Klara héldu áfram að labba hægt á meðan Andri fór á milli trjánna til þess að ná í spýtuna sem að hann sá. En spýtan hvarf. Það var eins og einhver hefði kippt spýtunni í burtu. „What the f**k“ hvíslaði Andri. Hann ætlaði bara að fara aftur til krakkanna en hann komst ekki lengra. Það greip eitthvað í fæturnar hans og fellti hann, hausinn skallaði í stein og svo varð allt svart. Klöru og Jakobi fannst Andri búinn að vera frekar lengi þannig að þau fóru aðeins aftur til baka til þess að leita að honum. „Það er eins og hanna hafi gufað upp,“ sagði Jakob. „Já, en það er ekkert hægt þannig að hann hlítur að vera hérna einhvern staðar“ sagði Klara. „OMG! JAKOB KOMDU HÉRNA NÚNA!“ skipaði Klara. „Hvað?“ „Ohh shit!“ „Þetta var ekki hérna áðan“ sagði Klara. Það var blóð slóð í moldinni alveg lengst inni í skóginn. „Við þurfum að elta slóðina og gá hvort að það sé í lagi með hann“ sagði Klara. „En hann er ekki einn, hvað ef að skrímslið tekur okkur líka?“ sagði Jakob. „Kannski er þetta ekki skrímsli kannski datt hann bara og svo ýtti vindurinn honum lengra inní skóginn.“ sagði Klara sem var núna byrjuð að panikka. „Nei það passar ekki það hlítur einhver að hafa tekið hann.“ „Ekki panikka þá byrja ég líka að panikka“ sagði Jakob. „Við þurfum samt að gá hvort að sé ekki allt í lagi með hann, við þurfum að elta slóðina“ sagði Klara. „Allt í lagi en þú ferð fyrst“ svaraði Jakob. „Nei þú ferð fyrstur.“ „Af hverju ég?“ „Að því bara.“ “ Allt í lagi fine.“ Jakob fór fyrstur og Klara elti.  

Andri var pikkfastur. Hann var með mikinn hausverk. Hann reyndi að hreyfa sig en hann ekkert kom út úr því. „Ohh þú ert vaknaður“ heyrðist einhvern staðar í kringum hann. „Vissir þú að það er frekar langt síðan að ég fékk svona safaríka máltíð.“ Það fór hrollur niður Andra. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að borða jurtir og lítil dýr alla daga.“ „Hvað viltu mér!?“ „Hahaha þú ert nú einn hugrakkur strákur.“ „Ég hélt að ég hafði gert það skýrt, þú ert kvöldmaturinn minn.“ „Um nei, ég er í skólaferðalagi þannig að ég þarf að komast aftur heim.“ „Heldur þú í alvörunni að þú ert að fara heim?“ „Já.“ „Hahaha.“ Andri hataði hvernig hann hló. „Hvað eru þín síðustu orð?“ „HJÁLP!“ öskraði Andri eins hátt og hann mögulega gat. „Skrímslið hló eitt síðasta skipti og stökk svo á hann.“ „F**K!“ 

„Hvað var þetta?“ spurði Klara. „Hvað var hvað?“ spurði Jakob. „Heyrðir þú þetta ekki?“ „Nei.“ „Það var eins og einhver hafi öskrað hjálp.“ „Ég heyrði það ekki.“ Klara og Jakob höfðu verið að elta slóðina í smá tíma í von um að finna Andra. En ekkert nema blóð og meira blóð. Krakkarnir heyrðu allt í einu smjatt. Það varð hærra og hærra eftir því sem þau löbbuðu meira áfram. „Hvaða hljóð er þetta?“ spurði Jakob . „Hvernig á ég að vita það?“ sagði Klara. Smjattið hætti allt í einu. „Um Jakob ég er hrædd.“ „Já Klara það eru alveg örugglega allir hræddir.“ „Nei í alvörunni ég datt í lukkupottinn.“ Heyrðist allt í einu. „3 Krakkar á sama kvöldinu hahaha, ég er svo heppinn.“ „Hvað var þetta?“ spurði Klara sem var alveg að fara að skíta á sig. Jakob ætlaði að fara að svara henni en náði því ekki því að skrímslið stökk á hann. Klöru brá svo að það leið yfir hana og svo beit skrímslið hana í hálsinn.  

Jóhann kennari, Karítas og Bára voru saman að leita að Andra, Klöru og Jakobi. „Eigum við ekki bara að klára þetta á morgun ég er orðin þreytt,“ sagði Karítas. „Sama hér,“ bætti Bára við. „Nei bara alls ekki, við þurfum að halda áfram að leita þangað til að við finnum þau“ svaraði Jóhann. „Enn…“ „Neibb ekki í boði þið buðið ykkur fram fyrir þetta og þá þið að klára þetta.“ „Ok, fine.“ Þau héldu áfram að leita. Það hreyfðist eitthvað í runnanum. Stelpunum brá svo mikið að þær stukku upp í loft. „Þetta er ekkert nema bara kanína, hættið þessari hræðslu“ sagði Jóhann. En stelpurnar voru samt skíthræddar. En allt í einu skaust runninn lengst upp í himininn og fyrir aftan runnann stóð eitthvað hræðilegt. Það leið yfir stelpurnar og Jóhann lamdi það. En það hefði hann ekki átt að gera. Skrímslið beit hann í rassinn og reif hann af. „Vá ég datt í risastóran lukkupott.“ Skrímslið hélt áfram og borðaði alla sem fóru að leita af Klöru, Jakobi og Andra.  

Starfsfólkið uppi á Reykjum beið alla nótt eftir að hinir kæmu til baka en þau komu aldrei og enginn veit hvað gerðist.  

Endir 

Draugahúsið eftir Bjarna Mar Torfason

Draugahúsið – Bjarni Már Torfason – 3. sæti 

Einusinni voru þrír strákar sem hétu Jón Ari og Halldór. Þeir voru að gista saman. Svo langaði þeim að hafa smá gaman þannig að Ara langaði að fara og gera símaat og dyraat kl. 02.00. Krökkunum fannst þetta vera geggjuð hugmynd en áður en þeir myndu gera dyraat og símaat þá fóru þeir strákarnir í sund til að eyða tímanum. 

Þegar krakkarnir voru búnir í sundi þá drifu þeir sig að borða. Eftir að þeir voru búnir að borða fóru þeir að borða snakk kl. 00.00. 

Þegar þeir voru búin að klára myndina þá fóru þeir að gera símaat, klukkan var orðin 01.00. Þeir gerðu símaat hjá vini sínum og í Dominos svo byrjaði dyraatið. 

Svo fóru krakkarnir út og byrjuðu að gera dyraat. Svo fleiri hús og fleiri hús og fleiri hús. 

Krökkunum langaði að gera eitt hús í viðbót og í þetta skipti langaði þau að gera ekkert venjulegt hús. Þau fundu eitthvað eldgamalt hús og þeir vissu að einhver ætti heima þarna. Svo fór Ari á hurðina og bankaði. Enginn svaraði svo gerði hann aftur og svo opnaðist hurðin! Það var einhver maður sem tók hann inn í húsið. Maðurinn tók Ara og tók hann í hálstak. Svo náði Ari að flýja en maðurinn sá hvert þeir fóru. 

Þegar þeir voru rétt svo sloppnir þá drifu þeir sig inn í húsið sem þeir voru að gista í. Svo fóru krakkarnir að sofa. Þegar kallinn sá að klukkan var orðin 03.00 ákvað hann að labba að húsinu og þegar hann var kominn að húsinu þá sá hann hvar þeir sváfu. Hann braut gluggann, komst inn og fann krakkana. Hann sá Ara sem gerði dyraatið og drap hann. Svo sagði hann að lokum: ,,Aldrei gera dyraat í mér!“ 

Þegar strákarnir vöknuðu sáu þeir að Ari var dauður. Það var blóð út um allt og það var hnífur í maganum á honum. Þegar krakkarnir sáu Ara þá hlupu þeir fram og sögðu mömmu og pabba að Ari var drepinn. Foreldrarnir héldu að þeir voru að djóka en svo þegar þeir löbbuðu inn fóru þau beint að gráta. Svo fóru foreldrarnir að ná í síma og hringdu beint í lögguna. Strákarnir sögðu að þeir gerður dyraat hjá manninum. Svo kom löggan, þeir sýndu þeim myndavélina sem var í herberginu og sáu að þetta var einn af hættulegustu manneskjum í heimi. Svo hringdi löggan í leynilögguna og hún kom og setti hann í fangelsi.