Í tilefni af Norrænu bókmenntavikunni 2022 verður Rökkurstund á Bæjarbókasafni Ölfuss, miðvikudag 16. nóv. kl. 17.00.
Dagskrá:
- Upplestur,
- Tónlistaratriði sem nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga sjá um,
- Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur les upp úr verkum sínum.
Markmiðið með Norrænu bókmenntavikunni er að breiða út bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.
Þema bókmenntavikunnar að þessu sinni er norræn náttúra sem skipar stóran sess í norrænum bókmenntum. Álabókin – sagan af dularfyllsta fiski heims eftir Patrik Svansson var valin bók ársins og lesið verður upp úr henni.
Norræna félagið í Ölfusi og Bæjarbókasafn Ölfuss