Fyrsti sigur Þórsara í höfn

Þórsarar náðu í sinn fyrsta sigur kvöld þegar þeir sigruðu Keflavík á heimavelli í Þorlákshöfn 116-102. Styrmir Snær Þrastarson fékk tvær tæknivillur í þriðja leikhluta og var sendur úr húsi en það virtist bara hleypa eldmóði í Þórsara og komust þeir í kjölfarið frá því að vera 10 stigum undir í 21 stiga forskot þegar um fimm mínútur voru eftir af leiktíma.

Þór er enn í neðsta sæti Subway deildarinnar með 2 stig.