Tveir leikir framundan í körfu karla og kvenna

körfubolti

Þórsarar mæta Breiðabliki í Smáranum í kvöld í Subway deild karla. Leikurinn hefst klukkan 18:15 og eru allir hvattir til að gera sér ferð í Kópavoginn og styðja liðið okkar. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Þórsarar eru í 11. sæti deildarinnar með 4 stig en Breiðablik er í því 5. með 14 stig.

Á morgun laugardaginn 7. janúar mæta stelpurnar í Hamri-Þór liði Snæfells í 1. deild kvenna. Leikurinn fer fram í Hveragerði og hefst klukkan 17:00. Tilvalið að taka rúnt gegnum Ölfusið og fylgjast með stelpunum okkar og hvetja þær til dáða.

Hamar-Þór er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig en Snæfell er í 2. sæti með 20 stig.