Þórsarar gerðu sannkallaðan stórsigur á Breiðablik síðastliðinn föstudag. Allt frá upphafi leiksins voru Þórsarar með yfirhöndina og var staðan 67-48 í hálfleik. Segja má að okkar menn hafi gert út um leikinn í þriðja leikhluta og áttu Blikar aldrei séns á að bæta stöðuna. Lokatölur voru 113-137 Þórsurum í vil.

Styrmir Snær Þrastarson skoraði 21 stig, tók 13 fráköst og átti 14 stoðsendingar í leiknum. Fotios Lampropoulos var með 34 stig og 11 fráköst og þá átti Vincent Shahid góðan leik með 33 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst.

Tölfræði Þórs: Fotios Lampropoulos 34 stig og 11 fráköst, Vincent Shahid 33 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar, Pablo Hernandez 24 stig og 7 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 21 stig, 4 fráköst og 6 stolnir boltar, Styrmir Snær Þrastarson 21 stig, 13 fráköst og 14 stoðsendingar, Tristan Rafn Ottósson 2 stig, Emil Karel Einarsson 2 stig.

Þór situr enn í 11. sæti Subway deildarinnar með 6 stig. Næsti leikur er fimmtudaginn 19. janúar en þá taka Þórsarar á móti Haukum í Icelandic Glacial höllinni.

Stelpurnar í Hamri-Þór unnu glæsilegan sigur á Snæfelli á laugardaginn. Úrslitin réðust í framlengingu og lokatölur voru 75-71. Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst með 22 stig og 7 fráköst. Jenna Mastellone skoraði 20 stig og tók 15 fráköst.

Tölfræði Hamars-Þórs: Emma Hrönn Hákonardóttir 22 stig og 7 fráköst, Jenna Mastellone 20 stig, 15 fráköst og 5 stolnir boltar, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 13 stig og 8 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 12 stig, 7 fráköst og 4 varin skot, Valdís Una Guðmannsdóttir 4 stig, Stefanía Ólafsdóttir 2 stig, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2 stig.

Hamar-Þór er nú í 4. sæti 1. deildarinnar með 16 stig. Næsti leikur verður miðvikudaginn 18. janúar en þá fara stelpurnar í heimsókn í Kennaraháskólann og mæta þar Ármanni.