Jordan Semple til liðs við Þór

Þór Þorlákshöfn hefur samið við franska framherjann Jordan Semple. Jordan er 30 ára gamall og 201 cm á hæð. Hann hefur spilað víða um Evrópu og nú síðast með KR í Subway deildinni þar sem hann var með 18,4 stig og 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Flott viðbót við lið Þórsara.