Þórsarar komnir upp úr fallsætinu

Þórsarar heimsóttu Hött á Egilsstöðum í gær og unnu þar nauman sigur 86-83. Lyftu þeir sér þannig loksins upp úr fallsætinu og eru nú í 10. sæti Subway deildarinnar með 8 stig.

Stigahæstir Þórsara voru þeir Vincent Shahid og Fotios Lampropoulos hvor um sig með 23 stig. Styrmir Snær Þrastarson skoraði 20 stig.

Næsti leikur hjá liðinu er gegn botnliði KR á útivelli. Mjög mikilvægur leikur og mikilvægt að halda einbeitingunni.