Fyrirhugað er að styrkja Þrengslaveg milli Lambafells og Litla-Sandfells og hefur Vegagerðin óskað eftir tilboðum í verkið. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. september 2023.

Samkvæmt útboðsauglýsingu felur útboðið í sér endurmótun, styrkingu og malbikun á 5,4 kílómetra kafla. Vegurinn verður fræstur, breikkaður og jafnaður og síðan lagt malbik.

Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þriðjudaginn 21. febrúar.