GK mótið í fimleikum

Helgina 4.-5. febrúar fór fram GK mót í fimleikum þar sem Þór sendi frá sér 4 lið til keppni. Keppt var í stökkfimi yngri þar sem 3. flokkur og 4. flokkur kepptu. 3. flokkur keppti í mix liði og stóð sig alveg frábærlega, svo vel að þau nældu sér í gull á öllum þremur áhöldum sem og í samanlögðum stigum með miklum framförum frá síðasta móti. 

4. flokkurinn kom þar sterkur á eftir og hafnaði þar í 2. sæti á öllum áhöldum sem og í samanlögðum stigum, en þau kepptu einnig í mix liði sem samanstendur af stúlkum og drengjum, einnig sýndu þau miklar framfarir. Frábær árangur hjá þessum fimleikasnillingum í Þór. 

Því næst var komið að 4. flokk stúlkna en þær kepptu í fyrsta sinn í A flokki þar sem þær unnu sér inn þann glæsilega titil eftir spennuþrungið tímabil á síðustu önn. Stúlkurnar stóðu sig virkilega vel þar sem þær lentu í 7. sæti af 9 liðum sem er frábær árangur þar sem miklar bætingar komu einnig í ljós á áhöldum. 

Fyrsta fimleikamótið hjá 5. flokki

Loks var svo komið að fyrstu keppni hjá stúlkunum í 5. flokki sem er yngsti keppnishópur Þórs. Stúlkurnar mættu með mikið keppnisskap til leiks þar sem þær sýndu heldur betur hvað í þeim býr og unnu sér inn 7. sæti í samanlögðum stigum af 19 liðum sem kepptu í þeirra aldursflokki. Einnig er gaman að segja frá því að með glæsilegum gólfæfingum lentu þær í 4. sæti. Árangur sem slíkur hjá þessum ungu iðkendum er einstaklega flottur og má með sanni segja að þær eigi framtíðuna fyrir sér í fimleikum og verður gaman að fylgjast með þeim. 

Fimleikadeild Þórs óskar öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn á GK móti og er gríðarlega stolt af flottu deildinni sem er alltaf að vaxa og vinna sig upp.