Arnar Logi til Ægis

Fram kemur á Facebooksíðu Knattspyrnufélagsins Ægis að Arnar Logi Sveinson muni ganga til liðs við félagið á komandi leiktíð. Hann mun bæði spila og vera styrktarþjálfari liðsins.

Arnar Logi er 26 ára gamall, fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn. Hann spilaði sinn fyrsta leik með Ægi 14 ára gamall en skipti fljótlega yfir í Selfoss þar sem hann lék á árunum 2015-2021.

Samningur Arnars Loga við Ægi er til tveggja ára.