Tvíframlengt í Ljónagryfjunni en dugði Þór ekki til

Þórsarar töpuðu naumlega fyrir Njarðvík eftir tvíframlengdan leik í Ljónagryfjunni í kvöld 117-113. Leikurinn var mjög jafn allan tímann en undir lok leiks komust Þórsarar sex stigum yfir. Njarðvíkingar náðu þá forskotinu á ný en þegar leiktíminn rann út var jafnt á með liðunum 94-94. Eftir tvær æsispennandi framlengingar var sem öll orka væri úr Þórsurum eftir að hafa misst þá Tómas Val og Styrmi Snæ af velli með fimm villur hvor og sigruðu Njarðvíkingar að lokum eftir taugatrekkjandi síðustu mínútur. Mikill hiti var í mönnum og spennustigið hátt.

Vinnie Shahid var stigahæstur Þórsara með 37 stig og 19 stoðsendingar og þá átti Jordan Semple góðan leik með 21 frákast.

Njarðvíkingar eru nú efstir í deildinni með 30 stig en Þór er í 8. sæti með 16 stig.