Þakkir til foreldra í heilsueflingu barna og ungmenna

Þátttaka í íþróttastarfi er mikilvægur þáttur í forvarnastarfi barna og ungmenna. Í Ölfusinu er rekið mjög fjölbreytt og öflugt íþróttastarf og því er líklegt að allir ættu að geta fundið að minnsta kosti eina grein sem fellur að þeirra áhugasviði.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Ægis í Þorlákshöfn gekk nú á vormánuðum frá samningi við Hamar í Hveragerði um aukið samstarf milli félaganna í kringum æfingar og þátttöku í mótum.  

Það er ekki nýtt af nálinni að samstarf milli þessara félaga sé í gangi því árgangar í íþróttinni hafa í gegnum tíðina verið mis fjölmennir og er það styrkur fyrir alla sem að málinu koma að sýna samstöðu og tefla fram fullskipuðu liði í öllum flokkum. 

Hin ýmsu mót eru framundan í sumar hjá krökkunum í Ægi og í flestum þeirra er verið að tefla fram sameiginlegu liði Ægis og Hamars. 

  • 5.flokkur (5.& 6.bekkur) fer á N1 mótið á Akureyri og tekur að auki þátt í Íslandsmótinu þar sem leikirnir dreifast á sumarið og eru haldnir víða um suð-vestur hornið.
  • 6.flokkur (3.& 4.bekkur) fer á Orkumótið í Vestmannaeyjum.
  • 7.flokkur (1.& 2.bekkur) fer á Norðurálsmótið á Akranesi.
  • 8.flokkur (leikskólinn) tekur vinaleiki við Hamar en mörg börn stigu sín fyrstu skref í þátttöku í móti núna í apríl þegar þau tóku þátt í TM móti Stjörnunnar í Garðabæ, ásamt iðkendum í 7. og 6. flokki.

B&Ur Ægis fagnar endurnýjuðum samstarfs samningi og þakkar foreldrum fyrir að vera virk í kringum starfið og taka vel í að hjálpa til þegar þess er óskað.  Þátttaka foreldra í íþróttastarfinu og rekstur barna og unglingaráðs er alltaf unnin í sjálfboðavinnu.

Kolbrún Rakel Helgadóttir

Formaður B&Ur Knattspyrnufélagsins Ægis