Hamar-Þór er Íslandsmeistari

Hamar-Þór er Íslandsmeistari í 12. flokki kvenna í körfubolta 2022-2023 eftir sigur í oddaleik gegn KR 63-76.

Emma Hrönn Hákonardóttir var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún skoraði hvorki meira né minna en 37 stig í leiknum í dag. Þá skoraði Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 18 stig.

Þjálfari liðsins er Davíð Arnar Ágústsson.

Til hamingju með titilinn Hamar-Þór!