Þorlákshafnarbúar hljóta viðurkenningar KKÍ

Verðlaunahátíð KKÍ var haldin í dag þar sem leikmenn og þjálfarar í efstu deildum karla og kvenna voru heiðraðir. Þar voru Þorlákshafnarbúar heldur betur að gera góða hluti. Styrmir Snær Þrastarson var valinn í úrvalslið leiktímabilsins, Tómas Valur Þrastarson var valinn ungi leikmaður ársins í Subway deildinni, Vincent Shahid var valinn erlendi leikmaður tímabilsins, Emma Hrönn Hákonardóttir var valin í úrvalslið 1. deildar kvenna og Ísak Júlíus Perdue var valinn besti ungi leikmaðurinn í 1. deild karla.

Hafnarfréttir óska þessum glæsilegu fyrirmyndum til hamingju með árangurinn.