Jólaskókassi – fyrir alla jólasveina

Kiwanisklúbburinn Ölver býður enn á ný til sölu „Jóla-skó-kassa“ klúbbsins.

Þetta er í áttunda skiptið sem „Jóla-skó-kassinn“, sem er þægileg einföldun fyrir foreldra, ættingja og forráðafólk, er til sölu. Kassinn inniheldur þrettán fjölbreytta smáhluti sem geta komið sér vel fyrir jólasveinana á aðventunni. 

Þess má geta að allur ágóði af sölunni fer í að styrkja Grunnskólann í Þorlákshöfn sem nýtir styrkinn til hópeflisdags 8. og 9. bekkjar snemma á skólaárinu.

Ef þú hefur áhuga á að létta þér lífið í desember og um leið leggja þessu góða málefni lið sendir þú póst á olver.kiwanis@gmail.com fyrir 10. desember næstkomandi eða kíkir í Kiwanishúsið 11. desember frá kl. 15:00 til 18:00.