Bæjarstjórn Hveragerðis hefur falið Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra sínum, að óska eftir viðræðum við Sveitarfélagið Ölfus um mögulega sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Í Hveragerði var lögð fram skoðanakönnun til kjósenda samhliða sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí síðastliðinn þar sem spurt var hvort íbúar væru hlynntir sameiningu við annað sveitarfélag.
Meirihluti kjósenda voru hlynntir sameiningu þar sem 63,3% kjósenda sögðu já. Langflestir vildu sameiningu Hveragerðis og Ölfus eða um 70% þeirra sem sögðu já.