Næstkomandi sunnudag fer fram hið árlega minningargolfmót um Gunnar Jón Guðmundsson sem lést af slysförum þann 1. apríl 2001, aðeins 16 ára að aldri. Gunnar stundaði margvíslegar íþróttir af miklu kappi og þótti ákaflega efnilegur í golfi. Hann var fyrirmynd allra, bæði í leik og starfi.
Mótið fer fram á Þorlákshafnarvelli og verður ræst út samtímis á öllum teigum klukkan 09:00. Leikið verður texas scramble með forgjöf þar sem samanlögð vallarforgjöf leikmanna er deild með 5. Lið getur ekki fengið hærri leikforgjöf en sem nemur vallarforgjöf forgjafarlægri kylfings liðsins.
Vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og verðlaun fyrir lengsta teighöggið á 17. braut. Hægt er að skrá sig á www.golf.is, í síma 892-0827 eða með tölvupósti til gummibald@simnet.is fyrir kl. 20:00 laugardaginn 16. ágúst.
Mótsgjald er 4.500 kr. og í lok móts verður grillað.