Það var vel mætt í dag á golfvöll Þorlákshafnar þar sem fram fór minningarmót um Gunnar Jón Guðmundsson, sem lést í bílslysi þann 1.apríl árið 2001, aðeins 16 ára að aldri.
Allur ágóðinn af mótinu rennur í minningarsjóð Gunnars Jóns, sem hefur það að markmiði að styrkja efnilega krakka í námi og íþróttum.
Veðrið lék svo sannarlega við keppendur í dag og voru kylfingar almennt léttir í lund á þessu stórskemmtilega golfmóti.
Í lok móts voru svo grillaðir hamborgarar og pylsur og verðlaunaafhending, einnig var dregið úr skorkortum þar sem fullt af flottum vinningum voru í verðlaun.
Verðlaunahafar voru eftirfarandi:
Sigurvegarar voru þeir Guðmundur Karl Guðmundsson (Bróðir Gunnars Jóns) og Haukur Lárusson á -10 höggum eða 61 höggi nettó. 2.sæti: Kjartan Einarsson og Kjartan Á. Valsson á -9 höggum eða 62 höggum nettó. 3.sæti: Ingvar Jónsson og Óskar Gíslason á -9 höggum eða 62 höggum nettó. Kjartan og Kjartan fengu annað sætið vegna þess að þeir voru með betra skor en Ingvar og Óskar á seinni 9 holunum.