Dagný Lísa Davíðsdóttir körfuknattleikskona var kjörin íþróttamaður Ölfuss árið 2022.
Dagný Lísa var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður og flott fyrirmynd fyrir unga iðkendur.
Eftirtaldir íþróttamenn voru í kjöri til íþróttamanns Ölfuss 2022:
- Dagný Lísa Davíðsdóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik.
- Emma Hrönn Hákonardóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik.
- Glódís Rún Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum.
- Hulda Vaka Gísladóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum.
- Unnur Rós Ármannsdóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum.
- Svanur Jónsson fyrir góðan árangur í golfi (vantar á myndina).
- Tómas Valur Þrastarson fyrir góðan árangur í körfuknattleik.
- Védís Huld Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum.
- Þorkell Þráinsson fyrir góðan árangur í knattspyrnu
Eftirtaldir íþróttamenn fengu viðurkenningar fyrir að hafa fagnað Íslandsmeistara- og/eða bikarmeistaratitlum og/eða verið valdir í landsliðshópa á árinu:
- Auður Helga Halldórsdóttir lék með U19 ára landsliði stúlkna í knattspyrnu
- Dagný Lísa Davíðsdóttir varð deildarmeistari og lék með A landsliði kvenna í körfuknattleik
- Emma Hrönn Hákonardóttir varð bikarmeistari og lék með U18 ára landsliði stúlkna í körfuknattleik
- Gígja Rut Gautadóttir lék með U18 ára landsliði stúlkna körfuknattleik
- Glódís Rún Sigurðardóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari og í U21 ára landsliði í hestaíþróttum
- Hildur Björg Gunnsteinsdóttir lék með U18 ára landsliði stúlkna í körfuknattleik
- Jóhanna Ýr Ágústsdóttir lék með U15 ára landsliði og varð bikarmeistari í stúlknaflokki í körfuknattleik
- Máni Mjölnir Guðbjartsson varð bikarmeistari í flokki 6 – 10 ára í motocrossi
- Styrmir Snær Þrastarson lék með A landsliði karla í körfuknattleik
- Tómas Valur Þrastarson lék með U18 ára landsliði karla í körfuknattleik
- Védís Huld Sigurðardóttir var í U21 ára landsliði í hestaíþróttum
- Viktor Karl Halldórsson varð Íslandsmeistari í flokki 20-22 ára í spjótkasti.
- Þóra Auðunsdóttir varð bikarmeistari í stúlknaflokki í körfuknattleik.
Sveitarfélagið Ölfus óskar íþróttamönnunum til hamingju með frábæran árangur en allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir sveitarfélagið og aðra íþróttamenn.
(Fréttin birtist fyrst á www.olfus.is)