Á næsta fundi bæjarstjórnar, sem haldinn verður 31. mars n.k., er áformað að taka fyrir þær hugmyndir og beiðnir sem borist hafa sveitarfélaginu um framtíðarnýtingu hússins á Selvogsbraut 4 í Þorlákshöfn.
Eins og áður hefur komið fram, bæði í fundarbókun og greinaskrifum, var hugmyndafræðin með kaupum sveitarfélagsins á húsnæðinu ekki sú að bæta í rekstur sveitarfélagsins til framtíðar heldur er þess vænst að í húsinu komi til með að þrífast starfsemi sem skapa muni störf og efla samfélagið með þeim hætti. Sérstaklega er horft til ferðaþjónustutengdrar starfsemi.
Áhugasamir eru hvattir til að senda bæjarstjórn erindi fyrir fundinn 31. mars n.k. á olfus@olfus.is eða í pósti: Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.