Fantasy: Svani Jónssyni var bannað að spila vörn með Ægi vegna gæða fram á við

svanur01Eins og áður hefur komið fram þá ætlum við hjá Hafnarfréttum að vera með Fantasy-deild í tengslum við enska boltann í vetur. Þeir sem ætla að vera með ættu að hafa hraðar hendur því fyrsta umferð hefst á morgun með leik Manchester United og Tottenham.

Það eru líklegast ekki allir með á hreinu hvað þarf að gera til að ná árangri í Fantasy-deildinni og því er tilvalið að leita til reynslubolta í þeim efnum. Þess vegna leituðum við til Svans Jónssonar. Ástæðan fyrir því að leitað var til Svans er að hann sigraði Fantasy-deild sem var í gangi í Þorlákshöfn á seinasta tímabili.

Við ætluðum að birta þessa frétt fyrir viku síðan en erfiðlega gekk að ná sambandi við Svan sökum annríkis í Vestmannaeyjum um seinustu helgi. Svanur tók samt sem áður vel í þetta og átti ekki í neinum erfiðleikum með að svara þessum örfáum spurningum.

Hver er lykillinn þinn að velgengni í Fantasy-deildinni?

Þar kemur tvennt til greina. Fyrst að telja er sjúklegur áhugi minn á Football manager en ég hef keypt alla leiki síðan 1997. Hin ástæðan fyrir velgengni minni í fantasy er að ég er svo ólíkur öllum öðrum. Það er nefnilega þannig að öllum finnst sumarið æðislegur tími. Ég get ekki verið sammála því. Mér finnst sumarið nefnilega ömurlegur tími því þá er ekki enski boltinn í gangi.

Hvaða taktík ertu að beita?

Ég nota ALLTAF 433 kerfið enda var ég markahæsti leikmaður Ægis árið 2002 og var aðal striker það tímabilið. Til merkis um það hve öflugur striker ég var þá var mér bannað að spila vörn vegna gæða fram á við.

Hvaða leikmaður heldur þú að eigi eftir að koma á óvart í Fantasy í ár.

Matt Ritchie hjá Bournemouth verður gull og ég hef mikla trú á Shinji Okazaki hjá Leicester.

Hver telur þú vera skynsamlegustu kaupin í Fantasy í dag?

Það er skylda að vera alltaf með þrjá úr Arsenal til að ná árangri en ég mæli með Cech, Ramsey og Alexis. Annað er bara happ og glappa.

Að lokum vil ég minna alla þá sem tóku þátt í Þorlákshafnardeildinni í fyrra á bjór kassana sem ALLIR skulda mér eftir yfirburða sigur minn.

Fyrir áhugasama þá má hér nálgast frekari upplýsingar um Fantasy-deild Hafnarfrétta