Leikmannakynningar Ægis: Hood, Elfar og Ragnar

Nú er komið að næsta skammti af kynningum á leikmönnum Ægis sumarið 2017 í 3. deild karla í knattspyrnu.

Fyrstu þrír leikmenn Ægis voru kynntir leiks á Hafnarfréttum í síðustu viku og hér fáið þið að vita allt um næstu þrjá, þá Jonathan Hood, Elfar Þór og Ragnar.

Jonathan Hood

Jonathan Hood spilaði með Ægi í fyrra en hann kom frá velsku úrvalsdeildarliði. Jonathan er velskur miðjumaður/framherji og var frábær eftir að hann kom til Ægis í fyrra en hann kom um mitt tímabil og skoraði 4 mörk í 11 leikjum. Jonathan er frábær liðsstyrkur og er gott að fá hann aftur til liðsins.

Gælunafn: Hoody

Aldur: 26

Hjúskaparstaða: In a relationship

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 15 years old

Uppáhalds matsölustaður: Las Iguanas Swansea

Hvernig bíl áttu: I have 10 cars but my Ferrari is the nicest to drive

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Zidane

Bestur í reit: Raggi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Gummi

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: All subjects except sport.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: I’m a stripper

Elfar Þór Bragason

Elfar Þór er Þorlákshafnarbúum kunnugur en hann spilaði með Ægisliðinu um tíma áður en hann flutti til útlanda. Elfar er nú fluttur aftur heim og tekinn við þjálfun sem yfirþjálfari Ægis og er kominn sem leikmaður aftur. Elfar er flottur liðsstyrkur og getur leyst margar stöður á vellinum. Elfar á 46 leiki fyrir Ægi.

Gælunafn: Elfar

Aldur: 36 ára

Hjúskaparstaða: Giftur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 1995, 14 ára.

Uppáhalds matsölustaður: Allir góðir Sushi staðir.

Hvernig bíl áttu: Renault Megane

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Blacklist

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Indriði Sigurðsson (KR)

Bestur í reit: Sveinbjörn J. Ásgrímsson (Sveinki)

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Guðmundur Karl Guðmundsson (Gummi Kalli)

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Atli Rafn Guðbjartsson

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði

Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Ársæll Jónsson

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Aldrei smakkað áfengi og er mikið stoltur af því.

Ragnar Olsen

Ragnar Olsen er ungur markvörður sem hefur leikið með Ægi frá 2015. Ragnar á 28 leiki fyrir Ægi og hefur afrekað það að skora eitt mark í þessum leikjum. Ragnar er flottur markvörður og á framtíðina fyrir sér.

Gælunafn: Raggi

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: á LAUSU

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 19 ára gamall

Uppáhalds matsölustaður: BK Kjúklingur

Hvernig bíl áttu: Benz

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Verð að segja Theodór Guðni Halldórsson því hann er búinn að skora á mig í hvert einasta skipti sem við höfum spilað á móti hvor öðrum.

Bestur í reit: Hoody

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kristófer Reyes úr Fram, klettur í vörninni

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Erfitt val á milli Andra Sig, Ómar Reynis og Atla.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Danskan var í litlu uppáhaldi

Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Væri mjög mikið til í að fá Jóhann Óla aftur í klefann hjá okkur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er sennilega meðal lofthræddari mönnum landsins.