Ölfusingar gerðu góða hluti í Hengill Ultra hlaupinu

Þrír uppaldir Þorlákshafnarbúar gerðu góða hluti í Salomon Trail Hengill Ultra hlaupinu sem fram fór í Hveragerði og Ölfusi um síðustu helgi. Ásta Björk Guðmundsdóttir hljóp hvorki meira né minna en 100 kílómetra sem er lengsta utanvega hlaup á Íslandi. Ásta endaði í 2. sæti í kvennaflokki á tímanum 16:52:56. Systkinin Magnús Þór Valdimarsson og […]Lesa meira

Guðrún Anna verðlaunuð fyrir handrit að stuttmynd

Guðrún Anna Jónsdóttir, 12 ára Þorlákshafnarstelpa, fékk viðurkenningu fyrir handrit að stuttmynd sem hún skrifaði á verðlaunahátíð barnanna, Sögur, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og var sýnt í beinni útsendingu á RÚV. Guðrún Anna sendi inn handrit í keppnina síðastliðið haust og var hennar handrit eitt af sex handritum sem valin voru til […]Lesa meira

Auður Helga fimleikakona ársins á Selfossi

Auður Helga Halldórsdóttir var valin fimleikakona ársins hjá Selfossi í gær á lokahófi félagsins en Auður hefur æft með liði Selfoss frá unga aldri. Eftirfarandi er umsögnin sem hún fékk fyrir afhendinguna: „Auður hefur verið lykilmanneskja í sínu liði frá því að hún steig fyrst á keppnisgólfið. Hún er hógvær, metnaðarfull og samviskusöm. Hún hefur […]Lesa meira

Fasteignamat hækkar einna mest í Ölfusi

Fasteignamat íbúða hækkar um 15,2 prósent í Ölfusi samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021. Aðeins í Akrahreppi og á Ísafirði er meiri hækkun milli ára. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1 prósent frá yfirstandandi ári og verður 9.429 milljarðar króna. Þá hefur fasteignamat sumarhúsa hækkað mest í Ölfusi eða um 7,7 prósent. […]Lesa meira

Ásgeir spilar „Lag á dag“ þangað til hann fær vinnu

Eftir að Þorlákshafnarbúinn Ásgeir Kristján Guðmundsson missti vinnuna í kórónuveirufaraldrinum ákvað hann að finna sér eitthvað jákvætt að gera og byrjaði að spila og birta eitt lag á dag á Facebook síðu sinni. Ásgeir, sem einnig er trúbador, hefur daglega sett inn lag á Facebook síðastliðna sextíu og sex daga eða frá því að hann […]Lesa meira

300 milljóna jákvæður rekstur árið 2019

Rekstur Sveitarfélagsins Ölfus fyrir A og B hluta ársins 2019 var jákvæður um 300,3 milljónir króna samanborið við 242,8 milljónir árið 2018. Rekstarniðurstaða A hluta var jákvæð um 195 milljón króna. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir A og B hluta um 5.217 milljónum króna. Bókfært eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 2.964 milljónum króna og […]Lesa meira

Þór og Hamar með sameiginlegt lið í 1. deild kvenna

Körfuknattleiksdeildir Hamars í Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn hafa ákveðið að ganga til samstarfs í meistaraflokki kvenna og vera með sameiginlegt lið í 1. deild á næsta leiktímabili. Frá þessu er greint á Facebook síðu Þórsara. Um söguleg tíðindi er að ræða en þetta er í fyrsta sinn sem Þór verður með lið í meistaraflokki […]Lesa meira

Aðalfundur Elliða

Aðalfundur Elliða hsf. verður haldinn mánudaginn 15. júní n.k. í Ráðhúsi Ölfuss, kl. 17:00. Dagskrá fundar: Setning aðalfundarins Kosning fundarstjóra og ritara Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til afgreiðslu ásamt fjárhagsáætlun Ráðstöfun hagnaðar eða taps á reikningsárinu Ákvörðun um inntökugjald, félagsgjald, búsetugjald og gjald í viðhaldssjóð Tillögur til breytingar á samþykktum […]Lesa meira

Engin dagskrá á sjómannadag en 17. júní verður haldinn hátíðlegur

Á síðasta bæjarráðsfundi Ölfuss var tekin ákvörðun um að engin dagskrá verði í Þorlákshöfn á sjómannadaginn í ár. „Þar sem nokkur óvissa hefur verið um samkomuhald hefur ekki verið farið af stað í undirbúning fyrir Sjómannadaginn. Þrátt fyrir að neyðarstigi Almannavarna hafi verið aflétt og samkomutakmarkanir séu á undanhaldi hefur verið ákveðið að fella niður […]Lesa meira

Emilía Hugrún og Sigríður Júlía í 3. sæti Söngkeppni Samfés

Emilía Hugrún Lárusdóttir og Sigríður Júlía Wium Hansdóttir urðu í þriðja sæti í lokakeppni Söngkeppni Samfés 2020 en úrslitin voru kunngjörð nú fyrir skömmu á vef ung RÚV. Keppnin fór fram á netinu í ár vegna kórónuveirufaraldursins og valdi dómnefnd efstu þrjú sætin en einnig var sérstök netkosning þar sem „Rödd fólksins“ var valin. Emilía […]Lesa meira