Í dag fara fram tveir leikir í Icelandic Glacial mótinu í körfubolta en í gær barst tilkynning frá KKÍ þess efnis að áhorfendum sé ekki heimilt að mæta á völlinn í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 en smitum hefur fjölgað mjög mikið undanfarna daga. „Að beiðni almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn […]Lesa meira
Ægismenn unnu mjög mikilvægan sigur á Hetti/Huginn þegar liðin mættust á Egilsstöðum í 3. deildinni í fótbolta fyrr í dag. Lokatölur urðu 2-4. Fyrsta mark Ægis skoraði Atli Rafn Guðbjartsson á 15. mínútu en þannig var staðan eftir fyrri hálfleik. Anton Breki Viktorsson kom Ægismönnum 0-2 á 48. mínútu leiksins en hann var svo aftur […]Lesa meira
Þórsarar byrjuðu Icelandic Glacial mótið af krafti í gærkvöldi þegar þeir unnu Keflavík með 5 stigum í jöfnum leik. Segja má að fyrsti og síðasti leikhlutinn voru lykillinn að sigri Þórsara en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 26-17. Keflvíkingar komu sterkir til baka í öðrum og þriðja leikhluta og leiddu 61-65 fyrir lokafjórðunginn. Þórsarar […]Lesa meira
Icelandic Glacial mótið í körfubolta hefst á miðvikudaginn, 16. september, og fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn dagana 16., 20. og 24. september. Fyrsti leikur mótsins verður leikur heimamanna í Þór gegn Keflavík og hefst leikurinn klukkan 18. Klukkan 20:30 sama dag fer fram viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur. Tilvalið að skella sér á […]Lesa meira
Þórsarar hafa samið við bandaríska leikstjórnandann Larry Thomas um að leika með liðinu í Dominos deildinni í körfubolta í vetur. Larry Thomas hefur spilað á Íslandi síðustu ár og lék á síðasta tímabili með Breiðablik í fyrstu deildinni þar sem hann skoraði að meðaltali 24 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar að meðaltali […]Lesa meira
Hið árlega Icelandic Glacial mót í körfubolta fer fram í Þorlákshöfn dagana 17., 20. og 24. september næstkomandi. Auk gestgjafanna í Þór taka þátt í mótinu Suðurnesjaliðin þrjú í Dominos deildinni, Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Nánari upplýsingar og leikjaniðurröðun verður auglýst síðar.Lesa meira
Ægismenn gerðu góða ferð í Grafarvoginn í gærkvöldi þegar þeir unnu sterkan sigur á heimamönnum í Vængjum Júpíters í 3. deildinni í knattspyrnu. Eina mark leiksins skoraði leikmaður Vængja Júpíters í eigið mark á 71. mínútu leiksins. Eftir leikinn sitja Ægismenn í 7. sæti með 13 stig og hafa núna unnið tvo leiki í röð. […]Lesa meira
Þórsarar hafa gert tveggja ára samning við Adomas Drungilas og mun hann því leika næstu tvö tímabil með Þórsurum í Dominos deildinni í körfubolta. Adomas er 29 ára, 203 sentímetra framherji frá Litháen. Hann hefur spilað víða um Evrópu sem atvinnumaður nú síðast í Eistlandi. Þórsarar binda vonir við að Adomas muni þétta raðirnar í […]Lesa meira
Ægismenn unnu sterkan sigur á Vopnafirði í gær þegar þeir mættu heimamönnum í Einherja í 3. deildinni í fótbolta. Ásgrímur Þór Bjarnason skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu leiksins. Eftir leikinn sitja Ægismenn í 6. sæti deildarinnar en næsti leikur liðsins er 4. ágúst gegn Augnabliki á Þorlákshafnarvelli.Lesa meira
Ægismenn gerðu 1-1 jafntefli á Þorlákshafnarvelli í gær þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í 3. deildinni í fótbolta. Ægismenn komust yfir á 34. mínútu þegar Viktor Marel Kjærnested skoraði. Þannig var staðan allt þar til á 65. mínútu þegar gestirnir jöfnuðu leikinn. Fleiri mörk voru ekki skoruð og því 1-1 jafntefli niðurstaðan. Eftir leikinn […]Lesa meira