Nóg um að vera í dag

hafnardagar01Hafnardagar eru svo sannarlega farnir af stað og verður þétt dagskrá í allan dag sem hófst klukkan ellefu í morgun með Dorgveiðikeppninni. Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins.

 

11:00 – 12:00 Dorgveiðikeppni á Suðurgarði í umsjón Stangveiðifélagsins Árbliks.
11:30 Félagar í fornbílaklúbbi Íslands rúnta með eldri borgara um bæinn. Rúnturinn endar við bryggju fyrir þá sem þess óska.
13:00 Skemmtisigling í boði Útvegsmannafélags Þorlákshafnar – farið frá Svartaskersbryggju.
13:00 – 16:00 Ferðamiðstöðin í Herjólfshúsi hefur sumaropnun. Handverksmarkaður, kaffihúsastemning og notalegheit.
14:00 – 16:00 Dagskrá á bryggju. Keppni um sterkasta mann Íslands, kappróður, koddaslagur, leiktæki, hlaupabraut í sjónum, trampólín-stökk í sjóinn (fyrir 14 ára og eldri) lyftaraleikni og reiptog.
14:00 – 17:00 Sýning Byggðasafns Ölfuss á Bæjarbókasafni.
14:00 – 17:00 Boðið upp á siglingu um höfninameð Hreggviði – farið frá smábátahöfn.
14:00-17:00 Markaður í grunnskólanum.
15:00-18:00 Fornbílasýning fyrir framan bakaríið og Víking Pizzu.
17:00-18:00 Rokkkóngurinn heldur tónleika fyrir utan Víking Pizzu ef veður leyfir, annars inni.
20:30 Skrúðganga úr hverfum. Skrúðganga hefst við grunnskóla og síðan sömu leið og í fyrra – endað í skrúðgarði.
21:00 – 23:00 Fjölskyldukvöldvaka í skrúðgarðinum. Krakkarnir sem tóku þátt í söngkeppni Samfés koma fram. Línudans og „brekku“söngur í umsjón Kalla Hallgríms.
00:00 Sjómannadansleikur Knattspyrnufélagsins Ægis.