Nýliðaslagur í Þorlákshöfn

Ægis drengir voru hressir á Akureyri um síðustu helgi.
Ægis drengir hressir á Akureyri um síðustu helgi.

Ægismenn taka á móti Sindra frá Höfn í sannkölluðum nýliðaslag 2. deildar á Þorlákshafnarvelli á morgun, laugardag.

Fyrri viðureign liðana sem fram fór á Höfn fyrr í sumar endaði með 1-1 jafntefli þar sem Sindramenn jöfnuðu leikinn í blá lokin. Þetta verður því stál í stál á morgun en leikurinn hefst klukkan 14:00.

Sindri situr sem stendur í áttunda sæti deildarinnar með 23 stig eða 6 stigum meira en Ægir sem situr í því tíunda. Með sigri heimamanna á morgun nær liðið að spyrna sér enn lengra frá botnliðunum tveim sem eru bæði 7 stigum fyrir neðan Ægi í ellefta og tólfta sæti.