Miðar í strætó til sölu á bókasafninu

streato_thorlakshofnÞað er ekki langt síðan að farið var að bjóða upp á ferðir með strætó milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar, en nú er bæði hægt að taka strætó beint til Reykjavíkur og á Selfoss fyrir utan ferðir strætó sem tengjast ferjusiglingum Herjólfs til Vestmannaeyja.

Hægt er að skoða ferðir strætó á vefsíðunni www.straeto.is, en ferðir í tengslum við Herjólf er best að skoða á vefsíðunni http://eimskip.is/IS/Eimskip-Innanlands/herjolfur/Siglinga%c3%a1%c3%a6tlun.html

Núna er hægt að kaupa farmiðaspjald á Bæjarbókasafni Ölfuss og munar miklu í verði ef það er keypt fyrir börn, ungmenni, aldraða og öryrkja. Stök ferð milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur kostar 1.050 krónur ef ekki er borgað með miðum.  Greiða þarf 3 miða fyrir ferðina.  Verðið á farmiðaspjaldi er eftirfarandi:

  • Farmiðaspjald fyrir börn með 20 miðum 1.100 kr.
  • Farmiðaspjald fyrir unglinga með 20 miðum 2.500 kr.
  • Farmiðaspjald fyrir aldraða og öryrkja með 20 miðum 2.300 kr
  • Farmiðaspjald með 9 miðum 3.000