Þór mætir Grindavík í undanúrslitum

emil01Lið Þórs fær verðugt verkefni þegar liðið mætir núverandi íslandsmeisturum Grindavíkur í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfubolta.

Í dag var dregið í undanúrslitin bæði í karla- og kvennaflokki í höfuðstöðvum Vífilfells en bikarkeppnin er kennd við íþróttadrykkinn Powerade. Þar sem Grindavík voru dregnir upp úr skálinni á undan Þór þá verður leikurinn spilaður á heimavelli Grindavíkur.

Leikirnir í undanúrslitunum verða spilaðir dagana 2.–3. febrúar næstkomandi.