Ægir mætir Reyni í Sandgerði í fyrsta leik sumarsins

Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis
Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis

Ægir heimsækir Reyni í Sandgerði í fyrsta leik sumarsins í fyrstu umferð Borgunar bikars karla í knattspyrnu kl 14 í dag.

Það er því um að gera fyrir þá sem geta, að skella sér í Sandgerði í smá sunnudagsbíltúr til að bera okkar menn augum.

Miklar breytingar hafa verið á Ægis liðinu milli ára og margir lykilmenn horfið á braut. Liðið hefur hinsvegar fengið nokkra unga og efnilega leikmenn sem eru eflaust hungraðir í að sýna sig og sanna í sumar.

Það verður gaman að fylgjast með og hvetja liðið í sumar í baráttunni í 2.deildinni.