Vel heppnað Lýsismót um helgina

lysismot01Lýsismót Ægis var haldið í Þorlákshöfn laugardaginn 3. maí.

Til leiks mættu 200 keppendur úr 6. flokki karla og kvenna. Lið frá ÍBV, Selfossi, Grindavík, Hamri og Ægi léku listir sínar á knattspyrnuvellinum og var leikgleðin í fyrirrúmi.

lysismot02Eftir mótið var grillað fyrir alla, veittar viðurkenningar og mótið endaði á sundlaugarpartýi.