Emil og Baldur halda til Finnlands með U20 liði Íslands

emil01Emil Karel Einarsson leikmaður Þórs í körfubolta var valinn í endanlegt 12 manna lið Íslands sem keppir á Norðurlandamóti U20 ára sem fram fer í Helsinki í Finnlandi í næstu viku.

Annar Þórsari heldur einnig til Finnlands en Baldur Þór Ragnarsson leikmaður Þórs er aðstoðarþjálfari Íslenska liðsins.

Frábær árangur Emils sem á eftir að láta til sín taka í Finnlandi og verður gaman að fylgjast með köppunum á Norðurlandamótinu.

Eftirtaldir leikmenn skipa íslenska liðið:

 • Dagur Kár Jónsson · Stjarnan
 • Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn
 • Eysteinn Ævarsson · Höttur
 • Jens Valgeir Óskarsson · Grindavík
 • Maciek Baginski · Njarðvík
 • Maciek Klimaszewski · FSu
 • Martin Hermannsson · KR
 • Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
 • Oddur Kristjánsson · KR
 • Ragnar Bragson · ÍR
 • Svavar Ingi Stefánsson · FSu
 • Valur Orri Valsson · Keflavík