Fyrsti samlestur vetrarins hjá Leikfélagi Ölfuss

 

Frá sýningu Leikfélags Ölfuss,  Makalaus Sambúð
Frá sýningu Leikfélags Ölfuss, Makalaus Sambúð

„Kæru vinir, nú er komið að því! Fyrsti samlestur vetrarins hjá Leikfélagi Ölfuss verður þann 4. september kl. 20:00 í Bæjarbókasafni Ölfuss.

Í vetur ætlum við að setja upp glænýtt leikrit eftir engan annan en Aðalstein okkar Jóhannsson, meðlim í LÖ. Það nefnist Einn rjúkandi kaffibolla og er gamanleikrit. Leikstjóri verður F. Elli Hafliðason en hann hefur um árabil starfað með Leikfélagi Selfoss og hefur meðal annars stigið á svið með LÖ.

Allir sem eru 18 ára og eldri hvattir til að mæta á samlestur þann 4. september í Bókasafninu. Þetta verður algjörlega magnaður vetur!“

Kær kveðja,

Árný Leifsdóttir