Baráttan um þriðja sætið í kvöld

gretar01Í kvöld fer fram leikur Þórs og Stjörnunnar í Dominos deild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram á heimavelli þeirra síðarnefndu í Garðabæ.

Bæði lið hafa unnið fjóra leiki og tapað þremur en það lið sem vinnur í kvöld tekur 3. sætið, allavega tímabundið til morguns, þar sem Njarðvík, Haukar og Keflavík geta jafnað sigurliðið að stigum í þriðja sætinu með sigrum í sínum leikjum annað kvöld.

Það má því reikna með hörku rimmu í Ásgarði í Garðabæ í kvöld þar sem bæði lið ætla sér ekkert annað en sigur. Leikurinn hefst klukkan 19:15.