8. flokkur Þórs HSK meistarar

Þór karfa 8. flokkurÁttundi flokkur körfuknattleiksdeildar Þórs varð í gær HSK meistari en héraðsmót HSK í körfuknattleik var haldið í Hveragerði í gær.  Fimm lið tóku þátt að þessu sinni, FSU, Hamar A/B, Hrunamenn og Þórsarar. Lið Þórs innihélt að þessu sinni bæði kyn og reyndist það heppnast mjög vel.

Lokastaðan mótsins:
1. Þór
2. Hrunamenn
3. Hamar A

Jón Páll Kristófersson fór með stjórn blandaðs liðs Þórs sem sigraði alla sína leiki í mótinu með yfirburðum.