Þór og Höttur mætast í úrslitaleik

thor_svenni-1Þór Þorlákshöfn og Höttur hafa unnið báða leiki sína í Icelandic Glacial mótinu í körfu um helgina og leika liðin því til úrslita í mótinu í dag.

Heimamenn í Þór unnu Breiðablik í gær 92-81 og Höttur vann Þór Akureyri 67-55.

Úrslitaleikur Þórs og Hattar hefst kl. 12:00 í dag en viðureign Þórs frá Akureyri og Breiðabliks um 3. sætið hefst kl. 14:00.