Leikmaður Ægis var valinn leikmaður 22. umferðar

lidsmynd_aegir2015Fótbolti.net velur í hverri umferð mann umferðarinnar og var Ragnar Olsen, markvörður Ægis, valinn leikmaður 22. umferðar í 2. deildinni. Ragnar stóð sig ekki bara með prýði í markinu í seinasta leik Ægis á móti Njarðvík heldur gerði hann sér lítið fyrir og skoraði mark með sparki yfir allan völlinn.

Að sögn Ragnars þá ætlaði hann ekki að skora í þessari spyrnu sinni heldur senda á framherja liðsins.

„Ég ætlaði mér að setja hann á Will, framherjann okkar. Tók svona nett Pepe Reina spark á þetta en ég er búinn að vera duglegur að æfa þau í sumar og flugið boltanum var fullkomið til að láta vindinn taka hann áfram“ sagði Ragnar í viðtali við Fótbolta.net

Ragnar var ósáttur með þessa spyrnu sína og snéri sér við og sá því ekki þegar boltinn fór inn í markið.

Burt sérð frá smá heppni þá stóð Ragnar sig mjög vel í leiknum og óskum við honum til hamingju með að vera valinn leikmaður 22. umferðar en hann var einnig valinn leikmaður leiksins.

 

Viðtalið í heild má finna á heimasíðu Fótbolta.net.