Mikið fjör á lokahófi Ægis

Dagga og GarðarÞað hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að Ægir náði að að tryggja sæti sitt í annarri deildinni á laugardaginn. Að leik loknum var svo lokahóf Ægis haldið í Kiwanishúsinu þar sem leikmenn, þjálfarar, starfsfólk og fleiri áttu ánægjulega kvöldstund.

Á lokahófinu voru veitt hefðbundin verðlaun. Steinar Ísaksson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og var William Daniels valinn besti leikmaðurinn en hann hlaut einnig markakóngstitilinn.

Félagið verðlaunaði einnig Garðar Geirfinnsson yfirþjálfara og Dagbjörtu Hannesdóttur gjaldkera með gullmerki Ægis fyrir áralöng og góð störf í þágu félagsins.