Síðasti leikur Þórs í riðlakeppni Lengjubikarsins

_MG_3151Í kvöld er síðasti leikur Þórs í riðlakeppni Lengjubikarsins og munu leikmenn Ármanns mæta í höfnina.

Þórsarar hafa unnið alla sína leiki til þessa og í seinasta leik sigraði liðið Snæfell með 42 stigum.

Strákarnir okkar eru sem sagt alveg sjóðheitir þessa dagana og því tilvalið að skella sér í Icelandic Glacial höllina á leikinn en leikurinn hefst kl. 19:15.