Þórsarar enn taplausir

thorsteinn-1_featuredFyrr í kvöld fór fram leikur Þórs og Ármanns í körfuknattleik í Icelandic Glacial höllinni. Það er lítið um leikinn að segja annað en að sigur Þórsara var aldrei í hættu en leikurinn endaði 128-56 fyrir okkar menn.

Stigahæstir í liði Þórs voru Þorsteinn Már Ragnarsson með 25 stig, Ragnar Nathanaelsson setti 19 stig og tók 19 fráköst og svo setti Vance Michael Hall með 14 stig.