Hreyfivika: miðvikudagur er sunddagur

sundlaugin2Í dag er þriðji dagur Hreyfivikunnar og áfram er skorað á alla þá sem geta að hjólað eða labbað í skólann og vinnuna að gera það og muna að nota hjálm.

Frítt er í sund fyrir alla þá sem synd 200 metra og því tilvalið að skella sér í sund í dag. 

Dagskrá dagsins: 

10:20 Boccia hjá eldri borgurum í íþróttahúsinu.

17:30 Skokkhópur leggur af stað frá íþróttamiðstöð.

20:00 Krakkarnir í félagsmiðstöðinni verða með borðtennismót, allir velkomnir.